Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 82. fundur,  20. mars 2023.

birting greinargerðar um sölu Lindarhvols.

[15:45]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Gefum okkur að þetta væru vinnugögn. Er þá hinu opinbera skylt, er þá Alþingi skylt, er hæstv. ráðherra skylt að birta þau ekki? Eða væri ráðherra einfaldlega heimilt að birta þau ekki? Það er ákveðinn munur á sem umboðsmaður var að spyrja um mjög nýlega. Varðandi þetta lögfræðiálit sem hæstv. ráðherra vísaði í áðan þá spurði einmitt forsætisnefnd um nýtt lögfræðiálit varðandi efni greinargerðarinnar til þess að spyrja um hvað í greinargerðinni má ekki birtast, ætti með lögum og reglum í rauninni að teljast einkahagir eða ætti að sverta yfir. Niðurstaðan úr því lögfræðiáliti var að það ætti að birta allt, ekki sverta yfir neitt. Miðað við allar þessar upplýsingar sem við höfum, miðað við ráðherra upplýsingamála, í hvaða stöðu erum við? (Forseti hringir.) Eitt er staðan gagnvart Alþingi en greinargerðin var einnig send fjármála- og efnahagsráðherra.