Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 83. fundur,  20. mars 2023.

þróunarsamvinna.

492. mál
[18:22]
Horfa

Sigurjón Þórðarson (Flf):

Frú forseti. Við erum að ræða hérna mikilvægan málaflokk og vissulega höfum við gert margt gott, íslensk stjórnvöld, og það ber að þakka. En við eigum líka óuppgerð mál sem mér finnst kannski gott að fá hér fréttir af. Það er alveg ljóst að það er grunur uppi um að íslenskt stórfyrirtæki hafi gerst sekt um að hafa beitt mútum til að sölsa undir sig náttúruauðlindir Namibíu og það hefur verið kvartað eða það hafa komið þau skilaboð að íslensk stjórnvöld hafi ekki gengið vasklega fram við að aðstoða við það að ná árangri í þeim málum. Það væri fróðlegt að fá afstöðu hæstv. ráðherra því að þetta hlýtur að vera eitt af meginverkefnum stjórnvalda, að ljúka þeim málum með reisn sem standa út af borðinu.