Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 83. fundur,  20. mars 2023.

úthlutanir Tækniþróunarsjóðs.

297. mál
[19:06]
Horfa

Sigurjón Þórðarson (Flf):

Frú forseti. Ég er hissa á þessari umræðu sem fer hérna fram, að umræðan snúist um kyn verkefna, kyn þeirra sem sækja um styrki í samkeppnissjóð. Það er verið að tala um það á þeim nótum að það sé verið að tryggja eitthvert jafnræði. Er ekki bara einfaldara að velja bestu verkefnin? Síðan, ef það vantar eitthvað upp á annað kynið eða þriðja kynið eða hvernig þetta er orðið núna, það vanti umsóknir frá því kyni sem um ræðir, að hvetja þá til þeirrar vinnu? Mér finnst það vera alveg stórundarlegt ef það á að fara að gera eitthvert kvótakerfi um úthlutanir á styrkjum til tækniþróunar og vísindastarfs. Ég bara spyr mig: Hvað eiginlega kom fyrir?