Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 84. fundur,  21. mars 2023.

utanríkis- og alþjóðamál 2022.

852. mál
[15:13]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég er ánægður með að hæstv. ráðherra taki vel í það vegna þess að ég held jafnvel að að lokinni slíkri vinnu getum við dregið ólíkar ályktanir af henni en við höfum þá a.m.k. sterkari grunn til að byggja á. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að við réðumst á sínum tíma í það að láta fara fram skoðun á þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu og að það var ráðist í það á sínum tíma að skoða gjaldmiðlamálin okkar til framtíðar. Það var ekki til þess að við yrðum öll sammála á endanum heldur til þess að við hefðum eitthvað til þess að ræða. Og auðvitað erum við með stefnu en spurningin er alltaf sú, í gjörbreyttum heimi: Er sú stefna sú besta sem við getum haft? Er hún sú rétta eða er hún það ekki?