Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

almannatryggingar og félagsleg aðstoð.

533. mál
[11:21]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við erum að greiða atkvæði um lög um almannatryggingar með breyttum réttindaáherslum og breyttri framsetningu. Ríkisstjórnin er búin að opna á þessi mál til að koma af stað endurskoðun almannatryggingalaganna í heild sinni. En við það að opna á öll þessi mál og færa til málaflokka, eins og ellilífeyrisþega og öryrkja, í sérflokka var kjörið tækifæri hjá ríkisstjórninni til að taka á kjaragliðnun öryrkja og bæta það sem er að í núverandi frumvarpi sem er, eins og ég hef oft kallað það, bútasaumaður óskapnaður. Við hefðum með einföldum hætti virkilega getað verið að taka á þessu frumvarpi og gera það þannig að þeir sem eiga að lifa í því og fá borgað úr því skilji hvað um er að vera. Við erum ekki að gera það. Þess vegna er ég með margar breytingar á þessu og vonandi verða þær samþykktar. Þá verður tilganginum náð og öryrkjar og ellilífeyrisþegar fá sínar bætur.