Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

almannatryggingar og félagsleg aðstoð.

533. mál
[11:29]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég biðst velvirðingar á því að þetta komi aðeins seint fram en mig myndi langa til að nefndin fjallaði aðeins betur um þetta í nefnd fyrir 3. umr. út af einu atriði sem ég sé að virðist vanta hérna. Í ákvæðinu um tekjugrunn milli ellilífeyris annars vegar og örorkulífeyris hins vegar er sagt að í tekjugrunni örorkulífeyris eigi greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum ekki að teljast sem tekjur, sem er áhugavert því að örorkulífeyrir er sjaldan með lífeyrissjóðsgreiðslur. Þetta vantar hins vegar í tekjugrunninn um ellilífeyrinn sem þýðir í rauninni að greiðslur úr skyldubundnum lífeyrissjóðum eru tekjur og eiga að falla undir sérstaka tekjuviðmiðið, þ.e. ekki sem sagt 300.000 kr. heldur allar milljónirnar sem eru þar undir (Forseti hringir.) sem atvinnutekjur. Ég held að þingið þurfi að skoða þetta aðeins betur. Við vorum að ræða þetta aðeins í fjárlaganefnd (Forseti hringir.) og vorum að koma að því að vísa þessu almennt til velferðarnefndar en það er áhugavert að sjá að þetta vantar í frumvarpið.