Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

almannatryggingar og félagsleg aðstoð.

533. mál
[11:59]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Sá hópur sem hér um ræðir er einna viðkvæmastur á meðal örorkulífeyrisþega. Það eru einstæðir foreldrar sem fá greidda framfærsluuppbót. Þessi tillaga mun hækka framfærsluuppbótina til um 360 örorkulífeyrisþega og 130 endurhæfingarlífeyrisþega. Þetta er mikilvægt og heils hugar tökum við undir og ég vil nýta tækifærið og segja: Það er ekki svo að við getum ekki verið sammála um góðar breytingar. Oft er það þannig að við erum algerlega sammála en aðferðafræðin verður að vera önnur. Þegar við erum að tala um t.d. tekjur maka, fjármagnstekjur og annað þá verður að breyta skattalögum. Það er ekki svo að við séum á móti því að við gerum betur við þennan hóp fólks. Við erum öll sammála um það en við þurfum auðvitað að gera það rétt og eftir réttum boðleiðum. (IngS: Nei, við erum ekki sammála um það, Jódís.)