Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 87. fundur,  27. mars 2023.

staðan í heilbrigðiskerfinu.

[15:10]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör en ég verð bara að viðurkenna að ég skil þau ekki vegna þess að það getur ekki verið ásættanlegt að þetta versnar. Við erum að koma hér aftur og aftur að tala um hvernig ástandið er í heilbrigðiskerfinu. Fólk er að flýja land með heyrnarlaus börn af því það fær ekki þjónustu, flýja land. Við erum ekki að tala um eldri borgara sem eru þarna undir í þessum greiningum, við erum að tala um konur, og karla líka, á besta aldri sem er að greinast allt of seint með sjúkdóma sem hefði verið hægt að lækna en eru greindir þegar þeir eru komnir á fjórða stig og ólæknandi.

Við getum ekki sætt okkur við þetta og við eigum ekki að sætta okkur við það. Það hlýtur að vera lausn á þessu máli og ég spyr ráðherra: Hvernig ætlar hann að leysa málið?