Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 89. fundur,  28. mars 2023.

almannatryggingar og félagsleg aðstoð.

533. mál
[14:58]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Maður vonaði að með þessum lagabreytingum væri að koma betri tíð og bættur hagur hjá þeim sem lifa í almannatryggingakerfinu. Því miður er tækifærið ekki nýtt til þess. Síðan sýnir það sem hv. þm. Björn Leví Gunnarsson var að segja áðan hversu flókið kerfi þetta er. Jú, ég styð þetta mál vegna þess að ég tel að þetta sé fyrsta skrefið í þá átt að bæta kerfið, en við hefðum átt að nýta tækifærið og bæta hag þeirra sem lifa í þessu kerfi núna vegna þess að páskarnir eru fram undan og þessi hópur hefur verið svikinn í fjölda ára. Tökum krónu á móti krónu skerðingarnar út, sem skipta orðið milljörðum eða tugum milljarða sem hafa verið teknir af þessum hópi. Það hefði verið hægt að bæta úr því núna, en því er lofað að það komi við endurskoðun almannatrygginga. Á ég að trúa því? Ég vona það en finnst það ólíklegt, því miður.