Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 89. fundur,  28. mars 2023.

hollustuhættir og mengunarvarnir.

889. mál
[18:33]
Horfa

Ingibjörg Isaksen (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir hans andsvar. Ég vil hins vegar bara ítreka þessar áhyggjur mínar varðandi Koldísarverkefnið því að Landsvirkjun hefur lagt af stað í þá vegferð og það hefur gengið vel. Þeir eru hins vegar núna, eðli málsins samkvæmt, að hægja á sér í tengslum við það. Þetta tengist því að þau verði kolefnishlutlaus 2025 ef ég man rétt. Þeir vilja meina að með þessu frumvarpi þá verði þeir í rauninni bundnir því að hætta því verkefni og fara inn í það að dæla þessu öllu saman niður í þann jarðveg sem er við jarðvarmavirkjanirnar. Eðli máls samkvæmt er kannski ekki auðvelt að fylgjast með hvort eitthvað komi upp á yfirborðið varðandi það að fylgjast með uppgufun í framhaldinu vegna þess að jarðvegurinn er með þeim hætti, ólíkt því sem tengist Carbfix. Ég held að það sé afar mikilvægt einmitt að nefndin taki þetta til skoðunar því að ef þetta er ekki á rökum reist þá bara mun nefndin komast að því. Ég hvet nefndina enn og aftur til dáða, til að vinna þetta og skoða þetta og athuga hvort hægt sé að bregðast við ef þetta reynist á rökum reist.