Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 91. fundur,  30. mars 2023.

vantraust á dómsmálaráðherra.

924. mál
[12:51]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er greinilegt að það er verið að fylgjast með okkur úti í samfélaginu. Mig langar að lesa upp, með leyfi forseta, ágætistexta sem mér barst sem einhver tvítaði á Twitter, sem mér fannst bara fyndinn og skemmtilegur. Hann er svohljóðandi:

„Stjórnarandstaðan er að ræða vantraust á Jón Gunnarsson. VG er að ræða vantraust á ríkisstjórnina. Sjálfstæðisflokkurinn er að ræða útlendingafrumvarpið. Framsókn er að ræða um — orðbragð? Orðræðu? Hver veit.“

Þetta er bara umræðan hér í hnotskurn.