Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 91. fundur,  30. mars 2023.

vantraust á dómsmálaráðherra.

924. mál
[12:52]
Horfa

Berglind Ósk Guðmundsdóttir (S):

Forseti. Við greiðum hér atkvæði um vantrauststillögu sem byggir á minnisblaði frá skrifstofu Alþingis. Minnisblaðið er ekki formlegt lögfræðiálit. Minnisblaðið getur ekki leitt augljósan ágreining um lögfræðilegt álitaefni sem hér er uppi í jörðu. Minnisblaðið fjallar ekkert um það leikrit sem þessi vantrauststillaga á að byggja á. Vantrauststillagan er vanhugsuð, vanreifuð og byggð á sandi. Ég mun að sjálfsögðu greiða atkvæði gegn henni. Ég segi nei.