Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

svör við fyrirspurnum.

782. mál
[11:28]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Í framhaldi þess sem forseti sagði hérna áðan, að forseti væri ekki að skera úr um lögfræðileg álitaefni varðandi fyrirspurnir þingsins til framkvæmdarvaldsins, þá velti ég því fyrir mér hver annar getur skorið úr um það. Ég hefði haldið að það væri frekar auðvelt fyrir forseta að svara spurningunni hvort þingmenn geti sent inn fyrirspurnir og nefndir sent inn fyrirspurnir hvort sem gögnin séu til eða ekki. Er það virkilega þannig að nefndir geti ekki sent inn gagnabeiðni eða upplýsingabeiðni til framkvæmdarvaldsins ef það þarf að búa til gögnin? Er þetta ekki rosalega einföld spurning um hvaða lögfræðilega álitaefni eru þarna undir? Í alvörunni? Ef forseti getur ekki svarað þessu, hver getur þá svarað þessu?