Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

tilhögun umræðu um fjármálaáætlun.

[11:38]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Í dag hefst fyrri umræða um fjármálaáætlun 2024–2028 með framsögu fjármála- og efnahagsráðherra. Á eftir ráðherra munu talsmenn allra þingflokka taka til máls. Rýmri ræðutímareglur gilda þannig að fjármála- og efnahagsráðherra hefur 20 mínútur í framsögu en talsmenn þingflokka hafa 15 mínútur hver. Veittur verður rýmri andsvararéttur við framsögu fjármála- og efnahagsráðherra, þ.e. að tryggt verður að fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka geti veitt andsvör við ræðu ráðherra og hafa þeir tvisvar sinnum tvær mínútur hver og ráðherra tvisvar sinnum tvær mínútur til svara. Eftir ræður talsmanna eru venjulegar andsvarareglur í gildi þannig að fleiri en tveir þingmenn veita andsvör styttist ræðutíminn hjá hverjum og einum.

Við lok umræðunnar í dag verður málinu frestað og fyrri umræðu um fjármálaáætlun fram haldið eftir páska.