Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024-–2028.

894. mál
[12:00]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það eru nokkrir mánuðir síðan ríkisstjórnin undirritaði rammasamkomulag við sveitarfélögin í landinu um stóraukna uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 4.000 íbúðir á hverju einasta ári næstu fimm árin og þar af 1.200 hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði. Gengið hefur verið út frá því, t.d. í skýrslu starfshóps innviðaráðherra um umbætur í húsnæðismálum, að meginþunginn verði í almenna íbúðakerfinu. Nú liggur hins vegar fyrir þessi fjármálaáætlun, fimm ára áætlun ríkisstjórnarinnar, og hér er gert ráð fyrir 3,7 milljörðum í þessa samfélagslegu húsnæðisuppbyggingu sem hrökkva í besta falli fyrir um það bil 400 íbúðum á ári. Hefur hæstv. fjármálaráðherra bara enga trú á því að markmiðin í rammasamkomulagi ríkis og sveitarfélaga raungerist? Er ríkisstjórnin bara strax búin að gefast upp á þessum samningsmarkmiðum sem voru undirrituð fyrir örfáum mánuðum síðan?