Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[12:54]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það stendur ekki á Reykjavíkurborg að liðka fyrir íbúðauppbyggingu á samfélagslegum forsendum. Ég held að hv. þingmaður ætti frekar að spyrja t.d. hæstv. innviðaráðherra hvernig standi á því að hann stendur í vegi fyrir því að byggðar séu almennar íbúðir í Skerjafirði. Hann ætti kannski að spyrja um Keldnalandið og þátt ríkisins þar. Ég held, virðulegi forseti, að það þurfi aðeins fleiri sveitarfélög en Reykjavík að koma að borðinu þegar kemur að þessari samfélagslegu íbúðauppbyggingu og ég hlakka til að heyra frá hæstv. innviðaráðherra hérna á næstu vikum og mánuðum hvernig gengur að gera samninga við fleiri sveitarfélög en Reykjavík um aukið framboð, bæði af íbúðum almennt og af íbúðum sem eru hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði, eins og talað er um í rammasamkomulaginu milli ríkis og sveitarfélaga.