Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[12:56]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir öfluga og kjarnyrta ræðu sem hann flutti hér áðan. Hv. þingmaður kom inn á heilbrigðiskerfið og talaði um vanfjármögnun og fleira. Ég vil bara koma því að í þessari umræðu, og koma því til hv. þingmanns, að samkvæmt þessari áætlun, fjármálaáætlun 2024–2028, er verið að bæta við árlega 4,2–4,5 milljörðum, á hverju einasta ári. Það er ekki aðhaldskrafa á málefnasviðið samkvæmt áætluninni þannig að ég mælist til þess, hv. þingmaður, að þú endurskoðir þessi orð þín hvað þetta varðar því að þetta passar ekki inn í þá mynd sem ég sé og ég vona að hv. þingmaður sjái líka. Við skulum bara hafa það á hreinu hvernig hlutirnir eru.

(Forseti (OH): Forseti minnir þingmenn á að beina orðum sínum til forseta.)