Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[12:58]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Því er við að bæta að á fjárlögum 2023 var 12 milljörðum varanlega bætt við reksturinn, það var ekki einskiptisaðgerð. Það er nú einu sinni þannig að í þeirri áætlun sem hér er til umræðu eru öll málefnasvið með hagræðingarkröfu nema heilbrigðissviðið og það sem kemur að félagsmálahlutanum. Öll önnur svið eru með aðhaldskröfu. Ég tel þannig að í því umhverfi sem við erum núna sé verið að gera verulega vel í því að koma til móts við hlutina. Í þessu samhengi verðum við líka að horfa til hagræðingar, hvort sem það er innan heilbrigðissviðsins eða einhverra annarra sviða. Við erum að fjalla um ákveðna hluti sem snúa að því að ná niður verðbólgu og vera ekki með hvata og fleira til. Þarna tel ég bara vera vel að verki staðið.