Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[13:04]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það sem er líka merkilegt að heyra í ræðu hv. þingmanns er að þar eru engar lausnir, þar er bara endalaus gagnrýni á það hvað er ekki verið að gera, lítið talað um það sem verið er að gera. Ég myndi gjarnan vilja heyra hv. þingmann tala um raunhæfar lausnir. Honum varð líka tíðrætt um heimilin sem við gerum okkur öll grein fyrir að eru í erfiðri stöðu í hárri verðbólgu og háum vöxtum. En hins vegar er það staðreynd að 2011 var húsnæðiskostnaður fólks 32% af ráðstöfunartekjum en er nú 11%. Og bankarnir — ég var á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær þar sem seðlabankastjóri sagði að það hafi ekki komið fram í bankakerfinu að vanskil heimila séu að aukast (Forseti hringir.) þannig að svo virðist vera sem heimilunum sé að takast að fara í gegnum þennan skafl sem við erum með fyrir framan okkur.