Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[14:05]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er hjartanlega sammála hv. þingmanni þegar að þessu kemur. Ég held að það sé mikið umhugsunarefni fyrir okkur öll hvort ekki er hægt að hagræða og gera betur innan stofnana. Það var áhugavert, í kynningu hjá hæstv. fjármálaráðherra, þegar komið var inn á þann þátt varðandi nýtingu á húsnæði og því um líku, þar sem nú eru mun færri fermetrar á hvern einstakling í skrifstofuhúsnæði en var o.s.frv. Það er vissulega líka verið að horfa á þessa hluti og þar eins og á öllum öðrum sviðum er örugglega hægt að ganga lengra og gera enn betur í því að laga til, eins og maður segir, innan stofnananna.