Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 94. fundur,  17. apr. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:13]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1295, um langvinn áhrif Covid-19, frá Andrési Inga Jónssyni, á þskj. 1299, um kulnun, frá Diljá Mist Einarsdóttur, á þskj. 1313, um framkvæmdir við sjúkrahúsið í Stykkishólmi, frá Sigurjóni Þórðarsyni, og á þskj. 1324, um tæknifrjóvgun og stuðning vegna ófrjósemi. frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.

Einnig hafa borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 1325, um endurupptöku mála í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, á þskj. 1367, um aðfarargerðir og hagsmuni barna, frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, og á þskj. 1372, um hindranir fjölmiðla á Keflavíkurflugvelli, frá Andrési Inga Jónssyni.

Að lokum hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 286, um búsetuúrræði umsækjenda um alþjóðlega vernd, og þskj. 1151, um ráðningu starfsfólks með skerta starfsorku, báðar frá Ásmundi Friðrikssyni, á þskj. 630, um fjölgun starfsfólks og embættismanna, og þskj. 982, um viðbrögð við vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra eða ráðuneytisstjóra og sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn ráðuneyta, báðar frá Helgu Völu Helgadóttur, á þskj. 360, um framfærsluviðmið, frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, á þskj. 484, um skerðingu réttinda almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, frá Guðmundi Inga Kristinssyni, á þskj. 593, um breytingu á fjárhæðum örorkulífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar, frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, á þskj. 609, um fylgdarlaus börn, frá Evu Sjöfn Helgadóttur, og á þskj. 1037, um kostnað ríkissjóðs við að draga úr tekjuskerðingum, frá Birni Leví Gunnarssyni. Félags- og vinnumarkaðsráherra hefur enn fremur óskað eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1052, um lögbundið eftirlit og eftirfylgni með réttindum fatlaðra barna, frá Oddnýju G. Harðardóttur, á þskj. 1249, um jaðaráhrif tekjutenginga og tekjuskatts í almannatryggingum, frá Viðari Eggertssyni, á þskj. 1296, um langvinn áhrif Covid-19, frá Andrési Inga Jónssyni, á þskj. 1366, um tímabundið atvinnuleyfi erlendra sérfræðinga, frá Hildi Sverrisdóttur, og að lokum á þskj. 1375, um kostnað vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, frá Ingu Sæland.