Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 94. fundur,  17. apr. 2023.

stjórn fiskveiða.

[15:39]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. (Gripið fram í.) Enginn sjávarútvegsráðherra hefur ráðstafað stærri hluta af leyfilegum heildarafla í þorski til strandveiða og sú sem hér stendur gerði á síðasta ári. Það er staðreynd og þar eru tölur. (Gripið fram í.) Ef hv. þingmaður getur leyft mér að klára þá finnst mér alveg stórkostlega furðulegt að verða ítrekað vitni að því að hv. þingmaður haldi því fram að það sem gerðist hafi bara einfaldlega ekki gerst, að ákvarðanir sem hafa verið teknar af mér sem ráðherra sjávarútvegsmála í þágu strandveiða hafi bara ekkert verið teknar. Hv. þingmanni gengur ágætlega að fullyrða hluti og staðhæfa hér úr ræðustóli Alþingis en ég verð bara að hryggja hann með því að ég mun halda áfram að svara í samræmi við staðreyndir og, hvort sem það gildir um strandveiðar eða aðra hluta kerfisins, mun fara að ráðgjöf Hafró en ekki ráðgjöf hv. þm. Sigurjóns Þórðarsonar.