Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 95. fundur,  18. apr. 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[18:17]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Það er auðvitað þannig að þegar menn vilja ekki svara spurningu þarf oft mörg orð í kringum það. Hæstv. ráðherra sagði að auðvitað gætu menn alltaf gert betur. Staðan er sú að ef markmiðið var að halda aftur af vexti ríkisútgjalda þá hefði þessi ríkisstjórn ekki getað gert miklu verr heldur en það sem liggur fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Mig langar bara til að ítreka spurningu mína til hæstv. ráðherra, af því hæstv. ráðherra talaði um í rauninni allt annað en það sem ég spurði um. Spurning mín var mjög einföld: Telur hæstv. ráðherra að vel hafi tekist til hvað það varðar að halda aftur af vexti ríkisútgjalda með til að mynda hliðsjón af umsögnum fjármálaráðs og Samtaka atvinnulífsins?