Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 95. fundur,  18. apr. 2023.

lax- og silungsveiði.

957. mál
[22:01]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla að reyna að vinsa úr andsvari hv. þingmanns það sem er svaravert. Hv. þingmaður spurði sérstaklega um það hvaða sérfræðiþekking hefði komið að þeirri umræðu er liggur að baki frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar. Eins og fram kom í framsöguræðu minni var starfshópurinn skipaður fulltrúum frá ráðuneytinu, Fiskistofu, Hafró og Landssambandi veiðifélaga og frumvarpið var unnið í samvinnu við hópinn. Og af því að hv. þingmaður spurði um tiltekinn þingmann í þingflokki Vinstri grænna, sem er hv. þm. Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, þá er því til að svara að þingflokkur Vinstri grænna afgreiddi frumvarpið til þinglegrar meðferðar frá mér sem stjórnarfrumvarp til umfjöllunar hér á Alþingi án athugasemda.