Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 95. fundur,  18. apr. 2023.

lax- og silungsveiði.

957. mál
[22:04]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og kemur fram í frumvarpinu, og ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina, þá er hér um að ræða, eins og kemur fram í ákvæðinu, tímabundið ákvæði þar sem gert er ráð fyrir að þetta sé skoðað með tilteknum aðferðum árið 2023, 2024 og 2025. Starfshópurinn lagði til að þessi leið yrði farin til að hægt væri að skoða málin betur til að geta síðan farið í langtímastefnumótun á grundvelli þeirra gagna sem hópurinn getur safnað. Það er markmiðið og ég held að það væri bara mjög mikilvægt fyrir hv. atvinnuveganefnd að fá starfshópinn á sinn fund og fara yfir þessar forsendur og þá nálgun sem hér er lögð til. Þetta er auðvitað frumvarp sem er í vissum skilningi fyrst og fremst á vísindalegum grunni. En ég held að það sé mikilvægt að hv. atvinnuveganefnd skoði málið og ekki síst þessa sambúð, sem hv. þingmaður nefnir hér, við sjókvíaeldið.