Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 95. fundur,  18. apr. 2023.

veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða.

976. mál
[22:44]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni athugasemdirnar og vangavelturnar hér. Ég vil nú í fyrsta lagi gera athugasemdir við það orðalag að hér sé um að ræða einkavæðingu á heimildum. Hér er verið að ræða um breytingar á stjórnun. Það er ekki þannig að ríkið hafi átt þessar heimildir og síðan séu þær núna komnar með þessum breytingum í hendur einkaaðila. (SigurjÞ: Nú?)Það eru fjölmargir grásleppusjómenn, virðulegi forseti, sem hafa lýst því í umsögnum um frumvarpið hvernig það skiptir máli að gera veiðistjórnina markvissari og ég nefndi um þetta allnokkur dæmi í framsögunni. Viðleitni til að koma til móts við áhyggjur sérstaklega af byggðaáhrifum kemur fram í þeim áherslum sem birtast í frumvarpinu sjálfu sem lúta að því að binda heimildir við staðbundin veiðisvæði. Til þess að koma í veg fyrir samþjöppun þá er rætt um tiltekin hámörk. Þannig að það er verulega ákveðið verið að stíga þau skref að bregðast við þeim áhyggjum sem áður hafa komið fram varðandi hlutdeildarsetningu á grásleppu en þó að koma til móts við þau sjónarmið sem ítrekað hafa komið fram, ekki síst frá grásleppusjómönnum sjálfum, að það þurfi að bæta verulega veiðistjórnina á þessari tegund.