Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

misnotkun á lyfjagátt.

[15:29]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að taka þetta mál hér upp, það er full ástæða til þess. Já, það er auðvitað mjög alvarlegt ef það er staðan að þessum upplýsingum hafi verið dreift til þriðja aðila. Það er þá rétt að Persónuvernd rannsaki það mál til hlítar, í hvaða tilgangi, og beiti þeim úrræðum sem stofnunin hefur til að bregðast við því. Það er full ástæða fyrir heilbrigðisráðuneytið til að fylgja þessu máli eftir, bæði með embætti landlæknis og Persónuvernd, og koma í veg fyrir að hlutirnir séu með þessum hætti. Ég tek undir með hv. þingmanni hvað það varðar.

Ég ítreka að ég sá þetta bara í fréttum. Þetta mál hafði ekki komið inn á mitt borð þegar um það var fjallað í fréttum, eins og hv. þingmaður kom inn á. Ég get tekið undir hvert orð hv. þingmanns og það sem hann vekur hér athygli á.