Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

virðisaukaskattur o.fl.

952. mál
[15:57]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er kannski ekki miklu við þetta að bæta en auðvitað segir það sig sjálft að það að framlengja eitthvert úrræði er breyting. Það kemur nú bara fram í greinargerð að áhrifin séu til hækkunar á húsnæðisverði. Þau áhrif væru ekki til staðar eða væru að fjara út ef ákveðið hefði verið að framlengja þetta ekki.

Annars fæ ég kannski bara að velta því upp hérna í seinna andsvari að nú hefur verið gagnrýnd þessi skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar á þeim forsendum að hún í rauninni leiti frekar ofarlega í tekjustigann. Fjármálaráð er nýbúið að skila áliti þar sem er kallað eftir mjög markvissum stuðningi við fólk á húsnæðismarkaði, að það sé leitað allra leiða til að tryggja að stuðningurinn sé ekki að leita mjög ofarlega upp tekju- og eignastigann. Þá fæ ég kannski bara að inna ráðherra eftir því (Forseti hringir.) hvort hann geti tekið undir það og hvort þessi framlenging sé í samræmi við það.