Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

virðisaukaskattur o.fl.

952. mál
[15:59]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aðeins varðandi framlenginguna þá vil ég bara vekja aftur athygli á því að hún er gerð í tengslum við lok kjaralotunnar sem kláraðist undir lok síðasta árs. Ég er hins vegar gríðarlega ánægður með að það skyldi hafa tekist samstaða hér á þinginu um að viðhalda þessu tíu ára kerfi fyrir fyrstu íbúðarkaupendur. Við erum sem sagt að sjá núna fyrir endann á fyrirkomulaginu sem er almenna fyrirkomulagið fyrir alla, óháð því hvort það eru önnur kaup eða þriðju eða hvenær viðkomandi lán voru tekin o.s.frv.

Mig langar aðeins aftur að koma að þessu með framlegðina sem virðist vera samkvæmt opinberum tölum af byggingu nýrra íbúða: Af hverju skiptir þetta máli? Jú, vegna þess að á meðan það er góð afkoma af því að reisa nýjar íbúðir, byggja meira af íbúðarhúsnæði, er þessi hvati til staðar og þótt byggingarkostnaðurinn kunni samkvæmt þessu, á meðan þessi skattaregla gildir, að hækka um einhver 2% þá er það tiltölulega lítið hlutfall af framlegðinni sem er á markaðnum (Forseti hringir.) eins og opinberar tölur eru í dag. En með þessu þarf að fylgjast mjög náið fram á við.