Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

virðisaukaskattur o.fl.

952. mál
[16:09]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla ekkert að biðja hæstv. ráðherra að búa til einhverja vísitölufjölskyldu sem getur nýtt sér úrræði varðandi útgreiðslu séreignarsparnaðar. Það stendur einfaldlega í greinargerð að þetta sé hugsað út frá þörfum lág- og millitekjufólks. Og þannig kemst ég að spurningunni sem er: Hvernig munu þær aðgerðir sem hér eru lagðar til, hvernig mun sú framlenging af skattfrjálsri ráðstöfun nýtast þeim hópum? Eða, svo að ég orði það bara einfalt: Hversu mikið af þessum 20 milljörðum sem verða greiddir inn á fasteignalán á gildistíma framlengingarinnar, hversu mikið af þessum 20 milljörðum mun rata til lág- og millitekjufólks?