Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

virðisaukaskattur o.fl.

952. mál
[16:09]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er sjálfsagt að reyna að áætla það út frá sögulegum gögnum fyrir nefndina undir vinnslu málsins hér í þinginu og það ætti að vera hægt að nálgast þær upplýsingar mjög auðveldlega. En við þurfum að hafa það í huga hér að það er hámark á úttektinni og það kemur í veg fyrir að það sé sívaxandi hlutfall hátekjufólks sem nýtur góðs af úrræðinu eða öllu heldur setjum við þak á það hve há fjárhæðin getur verið og þannig er það við ákveðið tekjubil sem þú getur náð hámarksávinningi af úrræðinu og það tekjubil liggur svona rétt fyrir ofan meðaltekjur í landinu myndi ég segja. Ég myndi segja að millitekjufólkið eigi eftir að geta notið mjög góðs af úrræðinu. En vegna þess að við erum að vinna með hlutfallstölur hér þá er lægri endinn, eins og ég rakti aðeins í framsöguræðu minni, ekki að fá sömu hlutdeild í heildarfjárhæðum.