Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

virðisaukaskattur o.fl.

952. mál
[16:12]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það er dálítið flókið mál að áætla nákvæmlega hvernig þetta muni koma út en við skulum hafa það í huga að þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem fær og nýtur góðs af endurgreiðslunni. Það eru sem sagt annars vegar byggingaraðilar en líka einstaklingar. Við höfum á tímum verið að útvíkka gildissvið yfir í ákveðnar tegundir vinnuframlags sem er þá endurgreiðslubært. Varðandi skattundanskotin þá er það eitt af því sem ég held að við þurfum að fylgjast vel með. Það er engin launung að þingið fékk ábendingar frá Skattinum fyrir nokkrum árum síðan um það að Skatturinn hafi talið að þegar við fórum upp í 100% endurgreiðslu hafi skilin, sérstaklega frá einstaklingum, virst vera betri. Um þetta var nokkuð rætt þegar við fórum aftur niður í 60% og það er alveg ástæða til að velta þessu fyrir sér. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég segi að það er kannski ekki tímabært að ákveða hvort eða hvenær (Forseti hringir.) við hækkum aftur hlutfallið í 60% en þetta gæti verið einn þátturinn sem gæti gefi okkur tilefni til þess.