Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

virðisaukaskattur o.fl.

952. mál
[16:13]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra greinargóð svör í þessu. Ég heyri að við erum á svipuðum nótum með þetta. Umræðan hefur einmitt verið sú, eins og staðfestist með því sem kemur þá frá þeirri stofnun sem við treystum í þessum málum, að þegar hlutfallið var hækkað þá hafi það einmitt staðið, sér í lagi í tilfelli einstaklinga, fyrir meiri skilum. Þá langar mig bara að spyrja hvort það séu einhver áform um það hjá hæstv. ráðherra í hans ráðuneyti og/eða téðri stofnun að skoða þetta sérstaklega til þess að við höfum þá betri gögn og betri upplýsingar um það til að byggja framtíðarákvarðanir á, hvort heldur væri til frekari hækkunar eða afnáms eða hvernig sem við gerum það.