Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

Evrópska efnahagssvæðið.

890. mál
[17:51]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það er greinilega ekki skilnaður í uppsiglingu hjá hv. þingmanni, alla vega í skilgreiningunni um EES, en kannski hjónabandsráðgjöf, það er spurning. En mig langaði bara rétt að nefna varðandi fyrirspurn þá sem hv. þingmaður nefndi hér um kostnað við EES og EFTA. Svar við spurningum eitt og tvö er sennilega auðvelt að finna bara í fjárlagafrumvarpinu sjálfu. Þar eru upphæðirnar skilgreindar fyrir fyrstu og aðra spurningu. En það er mikilvægt í öllu svona að horfa ekki bara á kostnaðinn heldur verður að meta líka ávinninginn. Ef hjónaband væri bara metið út frá kostnaðinum væru sennilega fáir sem myndu ganga í hjónaband heldur myndu þeir vilja fá einhvern ávinning út úr því.