Bráðabirgðaútgáfa.
153. löggjafarþing — 97. fundur,  24. apr. 2023.

varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Horfa

Forseti (Andrés Ingi Jónsson):

Borist hafa bréf frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Oddnýju G. Harðardóttur um að þær muni ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni.

Einnig hefur borist bréf frá varaformanni þingflokks Pírata um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði fjarverandi á næstunni.

Þá hefur borist bréf frá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að Hildur Sverrisdóttir muni ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni.

Í dag taka því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Pírata í Reykv. s., Halldór Auðar Svansson, 2. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Suðurk., Guðný Birna Guðmundsdóttir, en 1. varamaður hefur boðað forföll, 2. varamaður á lista Pírata í Suðvest., Indriði Ingi Stefánsson, en 1. varamaður hefur boðað forföll, og 2. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykv. s., Ágústa Guðmundsdóttir, og víkur þá 1. varamaður á lista, Friðjón R. Friðjónsson, af þingi, en hann hefur boðað forföll.

Halldór Auðar Svansson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Indriði Ingi Stefánsson hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.