Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 98. fundur,  25. apr. 2023.

tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna.

939. mál
[14:24]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Gísla Rafn Ólafssyni fyrir hans spurningu. Ég held að meginmarkmiðið með þessu frumvarpi sé nokkuð skýrt og hér þarf að gæta að jafnræði þegar kemur að ólíku fjölskylduformi, sambúðarformi o.s.frv. Með breytingunni hér er ekki verið, ef ég skil hv. þingmann rétt, að heimila staðgöngumæðrun eða gjöf fósturvísa eða notkun þriðja aðila þannig að sú takmörkun er áfram í gildi. Við erum ekki að breyta því. Hv. þingmaður getur kannski í síðara andsvari komið inn á það ef ég er ekki að skilja spurninguna rétt sem snýr að þessu.