Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 98. fundur,  25. apr. 2023.

tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna.

939. mál
[14:27]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég held að ég skilji hv. þingmann betur og ég held að hér sé verið að vísa í barnalögin og þess sem verið er að taka tillit til þar, foreldrastöðu og þess sem kallaðar eru pater est- eða parens est-reglur sem þurfi að miða við gagnvart rétti barns. Ég náði ekki alveg seinni spurningunni rétt niður, virðulegi forseti. (Gripið fram í.) Já, ég held að ég verði að fá tækifæri til að svara þeirri spurningu hér síðar í umræðunni, að ég nái henni almennilega niður.