Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 98. fundur,  25. apr. 2023.

tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna.

939. mál
[14:33]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir þessa framsögu. Ég ætla hins vegar að minna ráðherrann á og þingheim að það liggur fyrir svipað frumvarp frá þingmönnum allra flokka hér og fyrsti flutningsmaður er hv. þm. Hildur Sverrisdóttir. Ég ætla að inna ráðherrann eftir því hér í mínu fyrra andsvari hvort hann sjái nokkuð því til fyrirstöðu að það mál, sem er búið að liggja hér inni frá því í september hjá hv. velferðarnefnd, verði unnið samhliða þessu frumvarpi ráðherrans og hugsanlega tekin einhver atriði inn í það frumvarp sem mér sýnist vera þverpólitísk samstaða hér á þingi um að afgreiða, svona miðað við að þingmenn allra flokka séu flutningsmenn á því.