153. löggjafarþing — 98. fundur,  25. apr. 2023.

uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð.

941. mál
[18:48]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er rétt að eitt er að birta tölur í fjármálaáætlun og sýna þannig staðfastan vilja til þess að hlutirnir fari þangað og svo í hvað þeir fara. Það liggur auðvitað nokkuð fyrir í greiningum margra síðustu ára í þjónustusamningum sem við höfum verið með við Isavia. Það er vísað til þess í greinargerðinni og það er vitað nokkuð vel í hvaða hluti þarf að fara fyrst og hvernig það verður gert. Þar af leiðandi er þetta nokkurra ára verkefni, tíminn sem það tekur að byggja upp annars vegar akstursbraut sem getur safnað flugvélum og flughlað á Egilsstöðum og hins vegar að klára þá uppbyggingu sem er í gangi á Akureyrarflugvelli og svo að halda í raun og veru áfram að tryggja viðhald þessara þriggja alþjóðlegu flugvalla, Reykjavíkurflugvöllur þar með talinn, þannig að það liggur fyrir og Isavia er auðvitað sérfræðiaðilinn sem greinir það.