153. löggjafarþing — 98. fundur,  25. apr. 2023.

raforkulög.

943. mál
[21:24]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég geri ekki ráð fyrir að neitt okkar hér sé komið til himnaríkis, mér alla vega líður ekki þannig. Ég ætla ekki að segja að ég þekki tillögur starfshópsins í smáatriðum en mig langar engu að síður að spyrja hæstv. ráðherra út í afstöðu hans í ljósi þess að ná fram þeim markmiðum sem eru dregin fram með þessu frumvarpi og ég skil það sem svo að tillögurnar sem vænta má verði allar í sömu átt, þ.e. að við kveðum skýrt á um það hvernig forgangsraða skuli dreifingunni eða afgreiðslunni á raforkunni. Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin, að við þurfum að ná markmiðum okkar til orkuskipta, kemur það fram í þessum tillögum og hver er afstaða ráðherrans til þess — og ef ekki, hver er þá afstaða ráðherrans til þess — hvort marka megi með sérstakri eigendastefnu og kveða á um það í eigendastefnu, til að mynda gagnvart framleiðendum á raforku og má nefna þar sérstaklega Landsvirkjun í því samhengi, að við forgangsröðum orkuframleiðslunni í þágu orkuskipta og það verði þá hægt að horfa til þess við endurskoðun á raforkusamningum?