Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 99. fundur,  26. apr. 2023.

fjarskipti o.fl.

947. mál
[16:47]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Það kom fram í framsögu hæstv. ráðherra varðandi 3. gr., að þetta væri tæknilegur búnaður sem skannaði einungis eftir kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Tæknilega séð er það rangt. Þessi búnaður verður að skanna alla netumferð, hvern einn og einasta bita netumferðarinnar, til að geta fundið hvort eitthvað inniheldur efni sem er kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Það þýðir bókstaflega að það er verið að setja upp búnað sem skoðar alla netumferð, alla, ekki bara þessa sem er brotleg gagnvart lögum. Ég velti fyrir mér hvort ráðherra vilji í alvörunni að það sé settur upp búnaður sem les alla netumferð fólks alls staðar. Er það markmiðið með þessum lögum?