Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 99. fundur,  26. apr. 2023.

handiðnaður.

948. mál
[17:31]
Horfa

háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Jú, það hlýtur að vera markmiðið, að reyna að koma þessu á, ef við ætlum að færa þetta alfarið, að við stöndum ekki heldur í endurútgáfu eldri sveinsbréfa. Það er spurning hvort þetta komi í tveimur fösum eða hvernig það verður framkvæmt. En ég bind vonir við það að öll sveinsbréf og meistarabréf geti verið á einni hendi, bæði ný og eldri, og það er kannski eitthvað sem hv. atvinnuveganefnd ætti að hnykkja á af því að það er kannski ekki sérstaklega tekið á því í frumvarpinu.