Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

stjórn fiskveiða.

537. mál
[13:55]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Þingmaðurinn talaði um innviðauppbyggingu til að mæta þessum breytingum. Ég er svo innilega sammála því að við þurfum að byggja upp innviði, sérstaklega við hafnir, af því að nú erum við að fara af stað í þessa byltingu og breytingu; orkuskipti í sjávarútvegi. En er hv. þingmaður þá ekki sammála mér um að það þurfi meiri raforkuframleiðslu hér á landi til að mæta þessu vítt og breitt um landið? Við erum með sjávarútveg allt í kringum landið og það er mikið af skipum á þeim stöðum þar sem raforkuöryggi er mjög slæmt og vantar virkilega framleiðslu. Er þingmaðurinn sammála því að við þurfum að fara í meiri orkuframleiðslu til að mæta þessum breytingum sem við þurfum sannarlega að fara í?