Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

stjórn fiskveiða.

537. mál
[13:58]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég held að við getum verið sammála um að raforkuöryggi byggir á nokkrum atriðum, það eru flutningsleiðir, vissulega, það er raforkuframleiðsla, framboð og eftirspurn. Við vitum að það eru svæði sem hafa ekkert af þessu, ekki nægilega mikið, og þótt við byggjum upp línur sem eru ekki í hringtengingu, t.d. eins og á Vestfjörðum, á Norðausturlandi, þá eigum við ekki nóg rafmagn til að sinna þessum orkuskiptum. Þetta er mjög stórt verkefni og ég er alveg sammála því að við þurfum að hraða þessum innviðum en getum við verið sammála um að við þurfum þá að fara í meiri framleiðslu á þeim stöðum þar sem vantar virkilega upp á?

Önnur spurning: Ef við ætlum að fara í að rafvæða skipin er þá ekki líka hvati í því að þeir sem komast í rafmagn, eins og t.d. Herjólfur, þó að hann sé ekki fiskiskip, sem siglir á rafmagni frá Landeyjahöfn eða Vestmannaeyjum — er þá ekki hvati vegna þess að rafmagnið er orðið miklu ódýrara en olían, alla vega um þessar mundir og ég held að það eigi ekki eftir að breytast í náinni framtíð?