Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

stjórn fiskveiða.

537. mál
[15:18]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég kem bara svona rétt í lokin en eins og hér hefur komið fram tökum við málið fyrir aftur í nefndinni og förum yfir þær athugasemdir sem hér hafa verið bornar fram þó að kannski, eins og komið hefur fram líka, hafi flestar þeirra verið ræddar talsvert ítarlega. Mér láðist í upphafi, þegar ég flutti nefndarálitið, að fara yfir hverjir stæðu að því, sem er skynsamlegt að gera. Það er sú sem hér stendur og hv. þingmenn Stefán Vagn Stefánsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Haraldur Benediktsson, Tómas A. Tómasson, Þórarinn Ingi Pétursson og, eins og kom fram áðan, Hanna Katrín Friðriksson, með fyrirvara. Þetta var nú bara það sem ég ætlaði að segja.