Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

538. mál
[15:39]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Gísli Rafn Ólafsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Við erum sammála um að vera ósammála, held ég, í þessu máli.

Ég sagði reyndar að við værum mögulega að losa meira. Það voru gögn í umsögnum sem við fengum sem bentu til þess að rannsóknir sýndu fram á slíkt. Svörin sem við fengum í minnisblöðum frá ráðuneytinu voru því miður allt of rýr. Margt var ekki vitað og ekki skoðað.

Við verðum að taka ákvarðanir út frá góðum upplýsingum. Við megum ekki fara í aðgerðir og hluti sem síðan koma í ljós að séu verri fyrir lífríkið og jörðina en ef við hefðum ekki gert neitt.

Við þurfum að passa okkur á þessu þegar við tökum jafn alvarlegar ákvarðanir eins og um þetta.