Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

svör ráðherra við fyrirspurnum.

[16:07]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P):

Herra forseti. Mig langaði að vekja athygli á fyrirspurn sem ég sendi fyrir nokkrum vikum til hæstv. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra varðandi auðkenningu ISNIC. Ég spurði út í það hvernig jafnræði væri háttað milli innlendra og erlendra viðskiptavina. Í svarinu var að finna afdráttarlausa fullyrðingu um að það væri ekki gert upp á milli innlendra og erlendra viðskiptavina og vísað í t.d. hvítbók internetsins og ráðherra taldi ekki neina þörf á að bregðast við því. Ég hef síðan komist að því að svarið var rangt því það er sannarlega nauðsynlegt fyrir innlenda aðila að gefa upp kennitölu. Ég ætlaði að senda fyrirspurn til forseta til að fá úr því skorið hvernig ætti að bregðast við þessu. Því var hafnað. Þá langar mig að spyrja forseta: Hvaða úrræði höfum við þingmenn þegar svo ber undir að svörin séu röng?