Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 101. fundur,  2. maí 2023.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. .

390. mál
[14:50]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Forseti. Það er rétt að gera grein fyrir því hvað við í minni hluta umhverfis- og samgöngunefndar erum hér að leggja til. Það er að fella brott hverja einustu grein þessa frumvarps og leggja í staðinn til að burt fari greinarnar sem settar voru inn 2018 þannig að í staðinn fyrir að búa til einhverja 19 greina útfærslu á því sem ESA hefur gert okkur afturreka með sé einfaldlega stigið skref aftur á bak og það sem við vorum gerð afturreka með árið 2018 verði fellt úr gildi. Þannig sýnum við ábyrgð og auðmýkt gagnvart þeim mistökum sem voru gerð 2018, þau okkar sem erum á græna karlinum a.m.k., sem því miður erum í minni hluta.