Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 101. fundur,  2. maí 2023.

veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

538. mál
[14:58]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að mega stækka skrúfuna á bátum, það er það sem aflvísir þýðir. Þar sem við teljum að ekki sé auðsýnt að hér sé ekki verið að fórna umhverfissjónarmiðum og sjónarmiðum um fjölbreytileika lífríkisins til að ná fram loftslagsáhrifum þá munum við greiða atkvæði gegn þessu frumvarpi.