Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 101. fundur,  2. maí 2023.

veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

538. mál
[14:59]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég sé að hér er komið fram frumvarp sem ég flutti sjálfur í tví- eða þrígang hér í þinginu við litlar undirtektir. Þá voru það auðvitað þessi loftslagsmál sem eru stóra málið í þessu. Það er verið að tala um að fiskiskip fái að nota stærri skrúfu til að auka afl sitt. Í dag er það þegar gert. Það er eins og margt annað í okkar lögum að það er hægt að fara fram hjá því. Það eru þá keyrðar dísilvélar eða ljósavélar beint inn á gír skrúfunnar þannig að þeir geta náð þessu afli núna með langtum meiri olíueyðslu heldur en þekkist. Þessi nýja leið kemur auðvitað loftslaginu mjög vel en hún hleypir auðvitað stærri skipum inn á þremur mílum. Ég held að ef við vegum það saman hvort það skipti meira máli, loftslagið og að við náum fiskinum á ódýrari hátt með minni olíu, þá sé þetta góð leið til þess. Ég samþykki þetta.